Azərbaycan dili Bahasa Indonesia Bosanski Català Čeština Dansk Deutsch Eesti English Español Français Galego Hrvatski Italiano Latviešu Lietuvių Magyar Malti Mакедонски Nederlands Norsk Polski Português Português BR Românã Slovenčina Srpski Suomi Svenska Tiếng Việt Türkçe Ελληνικά Български Русский Українська Հայերեն ქართული ენა 中文
Subpage under development, new version coming soon!

Asunto: Kennsla í að taka mynd af skjá (screenshot).

  • 1
2009-01-23 19:31:11
jonhelgi [del] para Todos
Kennsla í að taka skjámynd (screenshot). Þetta virkar í Windows stýrikerfinu (líklega öllum útgáfum). Það þarf myndvinnsluforrit og geta vistað myndirnar á Netinu og þá mæli ég með http://www.imageshack.us/ en þar er hægt að fá ókeypis svæði undir myndir ef maður sækir um aðgang.. Forritið sem ég nota fylgir Windows og heitir Paint (slóðin að Paint er Start/All Programs/Accessories/Paint).

Eftir innskráningu (Log in) í Sokker þá fær maður upp sambærilegt á skjáinn og sést hér fyrir neðan og þar þarf að smella á Office hnappinn og á Juniors á skjánum sem birtist eftir það.
[URL=http://img145.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep1jg6.jpg][/URL]
[URL=http://img294.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep2ax0.jpg][/URL]

Því næst þarf að smella á Skill level leikmanns sem er fullþjálfaður (Trained juniors) eins og sést á myndinni fyrir neðan.
[URL=http://img206.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep3jm8.jpg][/URL]

Svo er tekin mynd af skjánum með því að styðja á PrtScn hnappinn.
[URL=http://img167.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep4co0.jpg][/URL]

Opnið Paint núna og smellið á Ctrl og V hnappana samtímis (Edit/Paste). Svo er smellt á Select. Músin færð þannig að hún bendi á stað sem er ofan og vinstra megin við það sem á að velja. Smellt þar á vinstri takkann á músinni og honum haldið niðri á meðan músin er dregin niður og til hægri uns ferhyrningur umlykur það sem á að vera á myndinni, þá er honum sleppt.
[URL=http://img339.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep5ug8.jpg][/URL]

Næst er smellt á Ctrl og X (Edit/Cut), svo Ctrl og N (Edit/New) og valið No þegar spurt er hvort það á að vista myndina. Nú er smellt á Ctrl og V þá er komin myndin sem við viljum og þá þarf að vista hana með File/Save as... Þá þarf að velja nafn á myndina (ágætt að hafa það t.d. Sokker og svo nafnið á leikmanninum). Það er mjög gott og jafnvel nauðsynlegt að hafa Save as type: JPEG (*.JPG:*.JPEG:*.JPE:*.JFIF). Þegar þetta tvennt er komið þá er smellt á Save og það þarf að muna í hvaða möppu myndin fór (þú ræður því hvar þú vistar hana)!

Núna er best að loka Paint, fara á http://www.imageshack.us/ og skrá sig inn. Á ImageShack er smellt á Browse hnappinn og mappan fundin sem geymir myndina. Svo er leitað að myndinni með því að byrja að slá inn nafnið á henni. Þegar myndin er fundin og valin þá er smellt á Open og hún vistast á ImageShack. Þú smellir svo á myndina sem opnast í nýjum Tab eða Window eftir því hvernig vafrinn er stilltur. Þar smellir þú á slóðina við Forum (slóðin verður blá) og svo aftur með hægri takkanum á músinni og velur Copy.
[URL=http://img177.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep6wi2.jpg][/URL]
Næst ferðu í Sokker Forum svarar einhverjum skilaboðum t.d. í yp þræðinum fyrir Ísland, smellir með hægri takkanum á músinni inni í skilaboðaglugganum og velur Paste. Þá er slóðin að myndinni komin í skilaboðin en myndin sést ekki fyrr en búið er að smella á Send. Það er kannski rétt að bíða með að smella á Send og taka líka mynd af leikmanninum þegar kominn með samning (Contract). Vistar þá mynd líka á ImageShack og setur slóðina í næstu línu fyrir neðan fyrri myndina og þá virðast þær vera ein mynd. Þetta geri ég alltaf.

Þetta er útgáfa eitt sem þýðir að ég á eftir að reyna að laga þetta til og er að hugsa um að setja inn líka einfaldari leiðbeiningar fyrir þá sem eru ekki byrjendur í tölvum eða Sokker.

Það er velkomið að koma með tillögur eða spurningar.
(editado)
2009-01-23 19:38:31
Eitt í viðbót, æfið ykkur og setjið æfingamyndirnar hérna inn á þennan þráð.
2009-01-24 12:58:56
Mensaje borrado

2009-01-24 12:59:16
2009-01-24 14:16:37
Þú hefur 4 möguleika til að velja úr á ImageShack um það hvernig þú tengir á myndina, veldu Forum. Blálitað á myndinni hér fyrir neðan. Þú mátt örugglega edit-a síðustu skilaboðin frá þér á YP þræðinum og setja myndina í staðinn.
[URL=http://img177.imageshack.us/my.php?image=screenshotstep6wi2.jpg][/URL]
  • 1